top of page
Umberðarlyndi.png

Umburðarlyndi og virðing
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Fordómar og mismunun sem er byggð á fjölbreytileika einstaklinga (t.d. heilsufari, sjúkdómum (t.d. HIV), fjárhagslegri stöðu, uppruna, kynþætti, trú, kyni, kynhneigð, kynvitund eða öðrum þáttum) lýsir virðingarleysi og vinnur gegn vellíðan einstaklinganna ásamt því að brjóta á þeirra mannréttindum.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst því hvað felist í mismunun, fordómum, útilokun, hlutdrægni og þröngsýni.

  • skoðað afleiðingar fordóma og mismununar byggða á kynvitund, kynhneigð eða kynheilsu einstaklinga.

  • sagt frá þeirri ábyrgð sem einstaklingar bera til að styðja við þá sem verða fyrir fordómum og mismunun.

  • skilið það mikilvægi sem felist í að dæma ekki aðra né mismuna.

  • sagt til um hvert megi leita ef maður verður sjálfur fyrir fordómum eða mismunun.

  • æft/sýnt hvernig megi tala fyrir fordómaleysi og virðingu fyrir fjölbreytileikanum.

Kennsluhugmyndir.png
bottom of page