top of page
Vinátta.png

Vinátta, ást og rómantísk sambönd
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Vinir geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hvorn annan.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

 • borið saman hvernig áhrif vinir hafa á hvorn annan, bæði jákvæð og/eða neikvæð áhrif.

 • greint frá því hvernig vinir geti haft neikvæð eða jákvæð áhrif á þeirra eigin hegðun.

 • sýnt dæmi um hvernig megi forðast það að verða fyrir neikvæðum áhrifum frá vini.

Það eru til margs konar sambönd.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

 • borið kennsl á mismunandi gerðir af samböndum.

 • gert greinarmun á þeim tilfinningum sem tengjast ást, vináttu, hrifningu eða kynferðislegum áhuga.

 • rætt við aðra um hvernig náin sambönd geta stundum orðið kynferðisleg.

 • sýnt dæmi um hvernig megi vinna með/úr eigin tilfinningum sem tengjast mismunandi samböndum.

Rómantísk sambönd geta orðið fyrir miklum áhrifum af ójafnræði og valdaójafnvægi (t.d. með tilliti til kyns, aldurs, fjárhagslegri, félagslegri eða heilsufarslegri stöðu).

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

 • greint frá því hvernig ójafnræði og valdaójafnvægi geti haft neikvæð áhrif á rómantísk sambönd.

 • sagt frá því hvernig steríótýpur varðandi kyn geti haft áhrif á rómantísk sambönd.

 • þekkt einkenni þess hvernig ójafnræði og valdaójafnvægi geti verið skaðlegt samböndum.

 • með horft á sambönd með gagnrýnum augum og skoðað hvernig jafnræði og valdajafnvægi sé innan sambanda.

Kennsluhugmyndir.png
bottom of page