KYNFRÆÐSLA
Kynþroskinn
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Kynþroski er merki breytinga á getu einstaklings til að fjölga sér.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
lýst því hvað kynþroski felur í sér með tilliti til þroska kyn- og æxlunarfæra.
-
greint frá þeim megin líkamlegu og tilfinningalegu breytingum sem eiga sér stað á kynþroskaskeiðinu.
-
lýst leiðum sem hægt er að fara til að afla sér áreiðanlegra upplýsinga um kynþroska.
Á meðan kynþroska stendur er mikilvægt að huga að hreinlæti og heilbrigði kynfæranna.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
lýst hvernig gæta megi að persónulegu hreinlæti.
-
áttað sig á mikilvægi þess að gæta að persónulegu hreinlæti.
-
yfirfært skilning sinn á hreinlæti yfir á eigið líf og lýst því hvernig nemandinn sjálfur stuðlað að eigin hreinlæti.
Að fara á blæðingar er eðlilegur og náttúrulegur þáttur þeirra líkamlegu breytinga sem stúlkur upplifa á kynþroskaskeiðinu.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
lýst tíðarhringnum og greint frá þeim líkamlegu og tilfinningalegu einkennum sem stúlkur geta upplifað vegna tíðarhringsins.
-
lýst þeim leiðum sem hægt er að fara til að nálgast, nota og henda þeim vörum sem nýtast við blæðingar (t.d. dömubindi, túrtappar, álfabikarinn o.fl.)
-
greint frá því hvernig misrétti kynjanna geti haft áhrif á tilfinningar stúlkna gagnvart blæðingum (t.d. skömm eða hræðsla gagnvart blæðingum).
-
rætt mikilvægi þess að allar stúlkur hafi aðgang að túrvörum, hreinni salernisaðstöðu og hreinu vatni þegar þær eru á blæðingum.
-
rætt hvernig megi stuðla að jákvæðri upplifun stúlkna gagnvart blæðingum.
Á kynþroskaskeiðinu geta ungmenni upplifað ýmis líkamleg viðbrögð (t.d. ris á hinum ýmsu tímum dags, blautir draumar og kynferðislegar hugsanir).
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
sýnt skilning á því að ungir menn upplifa standpínu, bæði vegna örvunar eða jafnvel án nokkurrar ástæðu, og það er eðlilegt.
-
sýnt skilning á því að ungmenni geti mögulega upplifað kynferðislega örvun á næturna, þ.e. blauta drauma, og það er eðlilegt.
-
greint frá því að það er eðlilegur hluti af kynþroskanum að upplifa ris, blauta drauma eða önnur kynferðisleg viðbrögð.