top of page
Kynþroskinn.png

Kynþroskinn
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Kynþroski er tími þar sem kynferðislegur þroski á sér stað sem leiðir til mikilla líkamlegra, tilfinningalegra, félagslegra og þroskalegra breytinga sem geta verið spennandi og kvíðvænlegar fyrir ungmenni. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint þann mun sem er á milli kynþroskaskeiðs og fullorðinsára.

  • greint frá því að kynþroski á sér stað á mismunandi aldursskeiðum hjá mismunandi einstaklingum og hefur mismunandi áhrif á stúlkur og stráka.

  • lagt mat á og flokkað niður mismunandi breytingar sem eiga sér stað á kynþroskaskeiðinu (t.d. líkamlegar, tilfinningalegar, félagslegar og þroskabreytingar)

  • borið saman líkindi og breytileika milli drengja og stúlkna í tengslum við kynþroskaskeiðið.

  • áttað sig á að kynþroskinn reynis mis mikið á einstaklinga, fyrir suma er þetta sérstaklega erfiður tími. Sér í lagi þá einstaklinga sem eru ekki sískynja eða gagnkynhneigðir.

  • greint frá því að þær líkamlegu, tilfinningalegu, félagslegu og þroska breytingar eru eðlilegur og mikilvægur hluti kynþroskaskeiðsins.

  • rætt á gagnrýnin hátt að stríðni, skömm og fordómar sem byggist á kynþroskabreytingum eru meiðandi og geta haft langvarandi andlegar afleiðingar.

bottom of page