top of page
Fjolskylda.png

Fjölskyldur
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Foreldrar/forráðamenn og aðrir fjölskyldumeðlimir aðstoða börn í að tileinka sér gildi ásamt því að leiðbeina og styðja við ákvarðanir barnanna.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst leiðum sem foreldrar/forráðamenn og aðrir fjölskyldumeðlimir geti farið til að styðja við ákvarðanir barna sinna.

  • komið með dæmi um hvernig foreldrar/forráðamenn eða aðrir fjölskyldumeðlimir hafi haft áhrif á þeirra eigin ákvarðanir.

  • skoðað hvernig gildi fjölskyldunnar geta haft áhrif á ákvarðanir hans.

Fjölskyldur geta ýtt undir jafnrétti kynjanna í gegnum eigin hlutverk og ábyrgðarhlutverk.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • borið kennsl á hlutverk, réttindi og skyldur mismunandi fjölskyldumeðlima.

  • komið með tillögur að því hvernig fjölskyldur geti stutt við jafnrétti kynjanna í gegnum eigin hlutverk og skyldur.

  • áttað sig á að allir fjölskyldumeðlimirnir geti stutt við jafnrétti kynja innan eigin fjölskyldu.

  • sagt frá mikilvægi þess að jafnræði ríki hvað varðar verkaskiptingu innan heimilis, hlutverk og skyldur.

Heilsufar og sjúkdómar geta haft áhrif á fjölskyldur með tilliti til uppbyggingar, getu og ábyrgðar.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst því hvernig heilsufar og sjúkdómar geti haft áhrif á hlutverk og skyldur fjölskyldumeðlima.

  • borið kennsl á það hvernig heilsufar og sjúkdómar geti haft áhrif á hlutverkaskipti innan fjölskyldunnar.

  • sýnt samkennd fyrir fjölskyldur sem glíma við sjúkdóma.

bottom of page