top of page
Æxlun.png

Æxlun
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Til að meðganga geti hafist þarf sáðfruma að frjóvga egg, og frjóvgaða eggið að taka sér bólfestu í leginu. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst þeim þrepum sem þurfa að eiga sér stað svo að frjóvgun geti átt sér stað.

  • greint frá því að getnaður eigi sér stað við samfarir karls og konu, þegar maðurinn á sáðlát inn í leggöng konunnar.

  • áttað sig á því að samfarir leiða ekki alltaf til getnaðar.

Tíðarhringur kvenna skiptist í mismunandi stig, þar á meðal tímann þegar egglos á sér stað. Á þeim tímapunkti, ef sæði er til staðar, er líklegast að frjóvgun eigi sér stað. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • útskýrt tíðarhring kvenna, sér í lagi egglos tímabilið þegar mestar líkur eru á getnaði.

  • greint frá því að hormónar stýra tíðarhring kvenna.

  • greint frá sínum skilningi og hugsunum er tengjast tíðarhring kvenna.

Það eru nokkur algeng einkenni sem gefa til kynna að kona sé þunguð en mikilvægt er að staðfesta þann grun með þungunarprófi ef blæðingar ættu að vera hafnar. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst fyrstu einkennum þungunar og helstu skrefum fósturþroska.

  • greint frá þeim skrefum sem hægt er að taka til að stuðla að heilbrigðri meðgöngu og fæðingu.

  • greint frá þeim leiðum sem hægt er að fara til að staðfesta þungun.

bottom of page