top of page
mannréttindi.png

Mannréttindi og kynferði
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Mannréttindi ná yfir réttindi sem hafa áhrif á kynferði og kynheilbrigði einstaklingsins.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

 • sagt frá þeim mannréttindum sem hafa áhrif á kynferði og kynheilbrigði.

 • rætt við samnemendur um þau landslög sem hafa áhrif á þessi réttindi.

 • borið kennsl á þegar þessi réttindi eru brotin.

 • greint frá því að sumir samfélagsþegnar eru í áhættuhópi yfir að brotið sé á mannréttindum þeirra.

 • sýnt virðingu gagnvart mannréttindum allra einstaklinga, óháð uppruna, kyni, kynferði, kynhneigð o.fl.

Í lögum landsins og alþjóðlegum sáttmálum eru atriði sem koma inn á réttindi einstaklinga er tengjast kynferði og kynheilbrigði.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

 • greint og skoðað landslög og alþjóðlega sáttmála sem snerta barnabrúðkaup (CEFM), umskurð kvenna og karla, sjálfræðisaldur, samræðisaldur, jafnrétti kynja, kynhneigð, fóstureyðingu, nauðgun, kynferðislegt ofbeldi, mansal og annað sem tengist kynheilbrigði.

 • borið kennsl á þegar þessi réttindi eru brotin.

 • talað fyrir landslögum sem snúa að mannréttindum einstaklinga, sér í lagi þeirra laga sem snúa að kynferði, kynheilbrigði og kynhneigð.

Það er mikilvægt að þekkja og koma mannréttindum á framfæri er snerta kynferði og kynheilbrigði.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

 • skoðað leiðir til að koma á framfæri málefnum mannréttinda meðal vina, fjölskyldu, skóla eða nærsamfélags.

 • sagt frá því af hverju mikilvægt er að koma á framfæri mannréttindum, sér í lagi þau sem snúa að kynheilbrigði, samþykki, mismunun og ofbeldi.

 • komið á þessum mannréttindum á framfæri.

bottom of page