KYNFRÆÐSLA
Samþykki og einkalíf
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Allir eiga rétt á einkalífi og líkamsvirðingu.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
skilgreint hvað felist í því að eiga rétt á einkalífi og líkamsvirðingu.
-
greint frá því að allir eiga rétt á einkalífi og að líkama þeirra sé sýnd virðing.
-
sagt frá og rætt um hvernig hann sjálfur upplifi eigin rétt til einkalífs og líkamsvirðingar.
Samþykki er mikilvægt í tengslum við kynferðislegt heilbrigði, kynferðislega ánægju og gagnkvæma virðingu í nánu sambandi.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
borið saman hvernig komið er fram á ólíkan hátt við líkama karla og kvenna og að mismunandi væntingar til kynferðislegrar hegðunar getur haft áhrif á hegðun í kynferðislegum samskiptum og veitingu samþykkis.
-
greint frá því að kynferðislegt samþykki og heilbrigð samskipti sé mikilvægur hluti af heilbrigðum samböndum.
-
leikið eftir leiðir til að gefa eða gefa ekki samþykki og borið kennsl á þegar samþykki er veitt eður ei.
Allir eiga rétt á því að ráða yfir því hvað þeir vilja og vilja ekki gera kynferðislega, og eiga að geta átt í markvissum samskiptum um samþykki við þann aðila sem sá hinn sami er í kynferðislegum samskiptum við.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
skilgreint hvað felist í samþykki og geti útskýrt mikilvægi þess í tengslum við kynferðislegar ákvarðanir.
-
greint frá því mikilvægi sem felist í að gefa og leita eftir kynferðislegu samþykki.
-
skoðað og greint frá þeim þáttum (t.d. áfengi, vímuefni, fátækt og valdamisjafnvægi) sem hafa áhrif á getu einstaklinga til að gefa fullt samþykki eða jafnvel greina það hvort samþykki sé veitt eður ei.
-
rætt um hvernig það að gefa samþykki eður ei er til að vernda eigin kynferðisleg og persónuleg mörk.