top of page
Kynjaviðhorf.png

Samfélagslegt kyn og kynjaviðhorf
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Samfélagsleg og menningarleg viðhorf ásamt trúarbrögðum eru allt þættir sem hafa áhrif á kynjahlutverk.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í kynjahlutverkum.

  • komið með dæmi um hvernig samfélagsleg og menningarleg viðhorf ásamt trúarbrögðum geta haft áhrif á kynjahlutverkin.

  • rætt við aðra um að það séu margir þættir sem geta haft áhrif á kynjahlutverk.

  • skoðað hvernig samfélagsleg, menningarleg og trúarleg viðhorf hafa haft áhrif á eigin skoðanir varðandi hlutverk kynjanna.

Það hvernig einstaklingur sér sjálfan sig eða lýsir sjálfum sér fyrir öðrum hvað varðar eigin kynvitund er einstaklingsbundið og ber að virða.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í kynvitund.

  • útskýrt hvernig kynvitund sumra einstaklinga samræmist ekki líffræðilegu kyni hans.

  • greint frá því að allir hafa sína eigin kynvitund.

  • sýnt eigin kynvitund virðingu og sömuleiðis kynvitund annarra.

Kennsluhugmyndir.png

Einnig er hægt að skoða barnaþætti eða teiknimyndir og spá í kynin og hvernig þau birtast. Til að mynda má spyrja; "Af hverju eru Tommi og Jenni strákar, gætu þeir verið stelpur?". Hægt er að skoða leikföng eða liti, er eitthvað sem er bara fyrir stráka eða stelpur? Skoða hvernig og hvaða kynjahlutverk birtast í kringum þau, hver lagar bílinn, slær grasið, eldar matinn eða ryksugar?

 

 Fá börn til að ræða um efnið, færa rök fyrir sínum skoðunum og jafnvel búa til sögur út frá hefðbundnum ævintýrum en snúa kynhlutverkunum við.

bottom of page