top of page
Umberðarlyndi.png

Umburðarlyndi og virðing
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Mismunun og fordómar eru skaðlegir

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því hvað felist í mismunun og fordómum og hvernig það geti verið skaðlegt.

  • greint frá eigin reynslu hvað varðar mismunun og hvaða afleiðingar það hafði (t.d. þöggun, afneitun, leynd o.fl.)

  • skoðað hvernig aðstæður og orðræða ýti undir fordóma og mismunun hjá einstaklingum.

  • sagt frá því af hverju það sé mikilvægt að sýna virðingu, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart einstaklingum.

  • sýnt hvernig styðja megi við einstaklinga sem verða fyrir mismunun og fordómum.

Það er óheiðarlegt og skaðlegt að áreita eða leggja einhvern í einelti sem er byggt á samfélagsri, fjárhagslegri eða heilsufarslegri stöðu, uppruna, kynþætti, kynferði eða kynhneigð eða öðrum þáttum.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • útskýrt hvað felist í hugtökunum áreitni og einelti.

  • lýst því hvernig áreitni eða einelti gagnvart öðrum sé bæði virðingaleysi gagnvart einstaklingnum og skaðlegt sömuleiðis.

  • gert grein fyrir því að allir beri þá ábyrgð að vinna gegn einelti og mismunun.

  • komið með dæmi um hvernig megi vinna gegn mismunun og einelti.

bottom of page