top of page
Samskipti.png

Samskipti, synjun og samningafærni
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Góð og markviss samskipti eru mikilvæg í persónulegum, félagslegum og rómantískum samböndum og innan fjölskyldna. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • listað upp kosti þess að eiga í góðum og markvissum samskiptum við vini, fjölskyldu, kennara og aðra í kringum sig.

  • greint möguleg vandkvæði sem geta skapast af samskiptum og samskiptaleiðum (bæði með og án orða) sem stangast á.

  • borið kennsl á þá þætti sem geta staðið í vegi fyrir því að samkomulag náist milli einstaklinga sem eru í sambandi (þar á meðal kynhlutverk og væntingar).

  • sýnt frá á getu til að nýta markvissa samningatækni og samræðufærni.

Skilvirk samskipti eru lykilinn að því að tjá persónulegar þarfir og kynferðisleg mörk.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • útskýrt ástæðu þess að öruggt kynlíf og samþykki byggir á skilvirkum og góðum samskiptum.

  • gefið dæmi um hvernig samþykki er gefið í nánum samböndum og/eða kynlífi.

  • lýst skilvirkum samskiptum og tjáningaleiðum til að tjá eigin þarfir og mörk (kynferðisleg og önnur mörk).

bottom of page