top of page
Vinátta.png

Vinátta, ást og rómantísk sambönd
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Vinátta og ást lætur einstaklingum líða vel með eigið sjálf.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

  • borið kennsl á jákvæð áhrif vináttu og ástar.

  • komið með dæmi um hvernig vinátta og ást geti látið þeim líða vel.

  • tjáð vináttu og ást á þann hátt að það láti öðrum líða vel með sjálfan sig.

Vináttu og ást má tjá á annan hátt þegar barn fullorðnast.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

  • lýst mismunandi leiðum að því hvernig megi tjá vináttu og ást til annars einstakling og hvernig þær leiðir geti breyst eftir aldri.

  • greint frá því að það séu til margvíslegar leiðir til að tjá vináttu og ást til annars einstaklings.

  • endurspeglað hvernig þær leiðir sem eru farnar til að tjá vináttu og ást breytist eftir því sem einstaklingurinn eldist.

Ójafnræði innan sambanda getur haft neikvæð áhrif á samböndin.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

  • kannað leiðir að því hvernig ójafnræði innan sambanda hafi áhrif á persónuleg samskipti innan þess (t.d. kyn, aldur, félagsleg staða eða valdastaða).

  • greint hvernig sanngjörn skipting hlutverka milli einstaklinga geti stuðlað að heilbrigðu sambandi.

  • greint hvernig jafnræði innan sambanda sé hluti af heilbrigðu sambandi.

  • tileinkað sér sanngjörn hlutverk innan sambanda (t.d. vináttu, fjölskyldu o.fl.) sem einkennast af jafnræði.

bottom of page