top of page
Fjolskylda.png

Fjölskyldur
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Það eru til margar mismunandi fjölskyldur um allan heim. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

 • sagt frá mismunandi samsetningum á fjölskyldum (t.d. tveir foreldrar (margvíslegar kynhneigðir), einstætt foreldri, stórfjölskylda, kjarnafjölskylda, fósturfjölskylda, tvær fjölskyldur (fjórir foreldrar).

 • talað um og sýnt mismandi fjölskyldumynstrum virðingu. 

 • sýnt hvernig megi sýna virðingu í verki gagnvart margvíslegum fjölskyldumynstrum.

Fjölskyldumeðlimir hafa mismunandi þarfir og hlutverk

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

 • greint mismunandi þarfir og hlutverk fjölskyldumeðlima. 

 • metið það hvernig fjölskyldumeðlimir sinna hvor öðrum á margvíslegan máta, jafnvel þó þeir vilji það ekki alltaf eða geti það ekki. 

 • greint frá hverjar þarfir hans og hlutverk er innan eigin fjölskyldu.

Ójafnvægi milli kynja endurspeglast oft í hlutverkum og ábyrgð fjölskyldumeðlima.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

 • greint frá mismunandi hlutverkum og ábyrgð karla og kvenna innan fjölskyldunnar. 

 • lýst því hvernig þessi mismunandi hlutverk geti haft áhrif á hvað sé gert og ekki gert innan fjölskyldunnar/heimilis. 

 • skynjað að ójafnvægi milli kynja og kynjahlutverka hefur áhrif á hlutverk og ábyrgð meðlima innan fjölskyldunnar. 

 • endurspeglað eigið hlutverk og tilfinningar sínar á því hvað felist í hlutverkum og ábyrgð karla og kvenna innan fjölskyldunnar.

Fjölskyldumeðlimir gegna mikilvægu hlutverki í að koma áfram gildum til barna.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

 • greint mismunandi þarfir og hlutverk fjölskyldumeðlima. 

 • metið það hvernig fjölskyldumeðlimir sinna hvor öðrum á margvíslegan máta, jafnvel þó þeir vilji það ekki alltaf eða geti það ekki. 

 • greint frá hverjar þarfir hans og hlutverk er innan eigin fjölskyldu.

bottom of page