top of page
Meðganga.png

Meðganga og getnaðarvarnir
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Það er mikilvægt að þekkja meginatriði þungunar og meðgöngu. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti:

  • greint frá megineinkennum þungunar.

  • sagt frá því hvaða leiðir hægt er að fara til að athuga hvort þungun hafi átt sér stað.

  • rætt þær neikvæðu hliðar (heilsufarslegar og félagslegar) sem geta komið fram hjá stúlkum sem verða óléttar á barnsaldri.

Getnaðarvarnir nútímans geta hjálpað einstaklingum við að koma í veg fyrir eða skipuleggja barneignir. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • áttað sig á staðreyndum og staðreyndavillum sem eru til staðar gagnvart getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, smokkum og öðrum leiðum til að koma í veg fyrir þungun.

  • greint frá því að öruggasta leiðin til að forðast þungun er að stunda ekki samfarir.

  • lýst þeim leiðum sem farnar eru í réttri notkun smokksins.

Kynjahlutverk og hugmyndir meðal jafningja geta haft áhrif á ákvörðun einstaklinga á notkun getnaðarvarna.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • rætt þau áhrif sem að kynjahlutverk og hugmyndir meðal jafningja geta haft á notkun getnaðarvarna.

  • greint frá því að það er ábyrgð beggja aðila hvort að smokkurinn eða aðrar getnaðarvarnir séu notaðar.

  • greint frá því að það er ábyrgð bæði karla og kvenna að koma í veg fyrir ótímabæra þungun.

  • rætt á gagnrýninn hátt sínar eigin hugmyndir gagnvart getnaðarvörnum og hvernig kynjahlutverk og hugmyndir meðal jafningja hafi áhrif á þær hugmyndir.

bottom of page