KYNFRÆÐSLA
Fjölmiðlalæsi og kynvitund
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Sumir miðlar sýna óraunhæfar birtingarmyndir í tengslum við kyn, kynferði, kynhneigðir, sambönd og kynlíf.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
borið kennsl og og gagnrýnt óraunhæfar birtingarmyndir í miðlum er tengjast kynhneigð og kynferðislegum samböndum.
-
skoðað áhrif slíkra birtingarmynda á staðalímyndir kynjanna.
-
rætt og gagnrýnt áhrif samfélags- og fjölmiðla á fegurðarstaðla og kynjaðar staðalímyndir.
-
skoðað hvernig óraunhæfar birtingarmyndir um kyn, kynhegðun og sambönd geti haft áhrif á upplifun á eigin kyni, sjálfsmynd og sjálfstraust.
Það má storka þeim neikvæðu og ónákvæmu túlkunum á körlum og konum sem birtast á hinum margvíslegu miðlum.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
á gagnrýninn hátt skoðað jákvæð og neikvæð áhrif þeirra skilaboða sem miðlar senda um kyn, kynhneigð og sambönd.
-
komið með tillögur að því hvernig miðlar geta stuðlað að góðu kynheilbrigði, ábyrgri kynhegðun og jöfnuði kynjanna.
-
lýst því valdi sem miðlar hafa til að hafa jákvæð áhrif á staðalímyndir kynja, kynheilbrigði og jöfnuð.