top of page
Kyn- og æxlunarfæri.png

Kyn- og æxlunarfæri
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Það er mikilvægt að vita hugtök og heiti kyn- og æxlunarfæranna ásamt því að vita hvernig þau starfa.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint og nefnt mikilvægustu hluta innri og ytri kynfæra karla og kvenna og lýst hlutverki þeirra.

  • áttað sig á að það er eðlilegt að vera forvitinn um eigin líkama og jafnvel annarra.

  • leikið eftir spurningar og svarað spurningum sem snúa að líkamshlutum sem hann er forvitinn um.

Allir hafa einstakan líkama og það ber að virða alla, líka þá sem glíma við fötlun.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því að líkami karla, kvenna, drengja og stúlkna eru í heildina eins, þeir eru einungis ólíkir að því leyti hvernig þeir breytast með tímanum og kynþroska.

  • útskýrt að líkamsviðhorf er mismunandi milli menningarheima.

  • greint frá því að allir líkamar eiga skilið virðingu, einnig fólk með fötlun.

  • sagt frá því hvað hann sjálfur er ánægður með í tengslum við eigin líkama.

bottom of page