top of page
Vinátta.png

Vinátta, ást og rómantísk sambönd
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Það eru til margs konar vináttur.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

  • Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað vinur er.

  • metið gildi vináttu.

  • greint frá því að kyn, fötlun eða heilsa einstaklinga komi ekki í veg fyrir að vinátta myndist milli einstaklinga.

Vinátta byggist á trausti, geta deilt með hvort öðru, virðing, samkennd og samstöðu.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

  • greint frá grunnstoðum vináttu (þ.e. traust, deila með öðrum, virðing, samkennd og samstaða).

  • sagt frá því hvernig megi byggja upp vináttu (byggða á grunnstoðum vináttu).

  • sýnt með dæmum hvernig sýna megi traust, virðingu, skilning og deila með vini.

Sambönd fela í sér margs konar tegundir af ást (þ.e. ást milli vina, milli foreldra, við gæludýr, milli systkina o.fl.) og það má tjá ást sína á margvíslegan máta.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

  • borið kennsl á mismunandi gerðir af ást og mismunandi leiðir að því að sýna ást.

  • greint frá því að ást megi sýna á margvíslegan máta.

  • tjáð ást í formi vináttu.

Það eru til heilbrigð og óheilbrigð sambönd.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti : 

  • greint frá einkennum heilbrigðra og óheilbrigðra sambanda.

  • greint frá því hvaða snerting er í lagi og hvaða snerting telst ekki í lagi.

  • greint á milli heilbrigðrar og óheilbrigðrar vináttu.

  • ræktað og haldið uppi heilbrigðri vináttu.

bottom of page