KYNFRÆÐSLA
Kynferðisleg viðbrögð og hegðun
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Einstaklingar geta brugðist líkamlega við kynferðislegri örvun, bæði líkamlegri og andlegri örvun.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi :
-
geti lýst hvernig kynferðisleg örvun getur birst hjá körlum og konum.
-
geti greint frá því að á meðan kynþroska stendur verða strákar og stelpur meðvitaðri um viðbrögð í tengslum við kynferðislega aðlöðun og örvun.
-
átti sig á og geti útskýrt að margar stelpur og strákar byrja að stunda sjálfsfróun á kynþroskaskeiðinu, og jafnvel fyrr.
-
átti sig á að sjálfsfróun veldur ekki líkamlegum eða tilfinningalegum skaða og beri að stunda í einrúmi.
Það er mikilvægt að geta tekið upplýstar ákvaðanir er snúa að kynferðislegri hegðun, þar á meðal ákvörðun sem snýr að því hvenær einstaklingur verður kynferðislega virkur.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi :
-
geti borið saman kosti og ókosti þess að seinka samförum og því að vera kynferðislega virkur.
-
skilur að skírlífi felur í sér að velja það að stunda ekki kynlíf.
-
geti rætt við aðra um hvernig áætlun þeirra fyrir framtíðina getur orðið fyrir áhrifum af þeim ákvörðunum sem teknar eru í tegnslum við kynlíf og sambönd.