KYNFRÆÐSLA
Kynbundið ofbeldi
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin
Allar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis eru brot á mannréttindum og er ekki ásættanleg hegðun.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
greint frá mismunandi birtingarmyndum kynbundins ofbeldis (t.d. einelti, kynferðisleg áreitni, andlegt ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi o.fl.) og hvar slíkt geti birst, t.d. innan skóla, heimilis, almannafæri, á netinu o.fl.
-
greint frá því að kynbundið ofbeldi er brot á mannréttindum einstaklinga.
-
sýnt fram á leiðir til að ræða við traustverðugan fullorðinn einstakling um það ef hann sjálfur verður fyrir eða verður vitni að kynbundnu ofbeldi. Sömuleiðis ef nemandinn hefur áhyggjur af því að hann hafi sjálfur beitt kynbundnu ofbeldi.
Staðalímyndir kynja geta leitt til ofbeldis og misréttis.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
-
greint frá því hvernig staðalímyndir kynjanna geti stuðlað að einelti, mismununar, misnotkunar eða ofbeldis.
-
áttað sig á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi snýr yfirleitt að valdbeitingu og drottnun gagnvart einstaklingnum, en ekki að það sé sök þess sem verður fyrir ofbeldinu.
-
greint frá því að kynjamisrétti og staðalímyndir kynjanna geti ýtt undir kynbundið ofbeldi.
-
lýst leiðum sem hægt er að fara til að vinna gegn kynjamisrétti og kynbundnu ofbeldi.