top of page
Ofbeldi.png

Ofbeldi
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Það er mikilvægt að þekkja merki áreitni og ofbeldis, og skilja að það er rangt að beita ofbeldi eða áreita annan einstakling.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í stríðni, áreitni og ofbeldi.

  • rætt um að áreitni og ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og er aldrei sök þess sem verður fyrir ofbeldinu (einnig ofbeldi sem annar fjölskyldumeðlimur beitir).

  • sýnt með dæmi hvernig hægt er að bregðast við stríðni, áreitni eða ofbeldi sem á sér stað meðal jafningja.

Það er mikilvægt að þekkja merki þess þegar börn eru beitt ofbeldi og skilja að það er rangt að beita ofbeldi.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í ofbeldi eða misnotkun gagnvart börnum, einnig misnotkun í gegnum internetið.

  • greint frá því að ofbeldi gegn börnum brýtur gegn réttindum þeirra og er aldrei sök þess sem verður fyrir því, þ.á.m. ofbeldi gagnvart börnum af hendi fullorðins einstaklings, einhverjum sem þau treysta og jafnvel fjölskyldumeðlimi.

  • lýst því hvernig hægt er að bregðast við ef einhver fullorðinn reynir að beita barnið ofbeldi. (t.d. segja "nei", "farðu burtu" eða tala við einhvern sem það treystir).

  • nefnt fullorðna einstaklinga sem það treystir og leika eftir þá leið sem það gæti farið til að lýsa ofbeldi sem það verður fyrir.

Það er mikilvægt að skilja að ofbeldi milli pars eða hjóna er rangt.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því að ofbeldi geti átt sér stað milli foreldra eða einstaklinga sem eru í sambandi (t.d. líkamsmeiðing, segja ljóta hluti eða láta einhvern gera eitthvað sem hann vill ekki gera).

  • greint frá því að ofbeldi milli foreldra eða pars er aldrei réttlætanlegt.

  • stungið upp á leiðum til að leita stuðnings hjá traustverðugum fullorðnum einstaklingi ef nemandi verður vitni að slíkum óheilbrigðum samskiptum.

bottom of page