top of page
Kyn- og æxlunarfæri.png

Kyn- og æxlunarfæri
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Á kynþroska og meðgöngu koma hormón mikið við sögu og stuðla að nauðsynlegum þáttum í ferlinu. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • útskýrt að kyn fósturs ákvarðast af kynlitningum, um leið og sáð- og eggfruma sameinast.

  • útskýrt hlutverk hormóna í tengslum við vöxt og þroska.

  • áttað sig á mikilvægi þess hlutverks sem hormón spila í tengslum við kynþroska og meðgöngu.

Allir menningarheimar hafa mismunandi skilning á kyni, kynvitund, kynfærum og æxlun og hvenær eðlilegt telst að verða kynferðislega virkur.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • gert greinarmun á líffræðilegum og félagslegum þáttum í tengslum við kyn, kynlíf og æxlun.

  • borið saman hvernig menningarleg og trúarleg viðhorf hafa áhrif hvernig samfélagið sér kyn, kynlíf og æxlun.

  • greint frá því að viðhorf einstaklinga, byggð á menningu, samfélagi, trú og persónulegum viðhorfum, geta verið breytileg.

  • sagt frá eigin viðhorfi til kynja, kynlífs og æxlunar.

bottom of page