top of page
Öryggi á netinu.png

Örugg notkun upplýsinga og samfélagsmiðla
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Internetið, farsímar og samfélagsmiðlar geta verið uppspretta óvelkominnar kynferðislegrar athygli.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sýnt dæmi þess hvernig internetið, farsímar og samfélagsmiðlar geta verið uppspretta óvelkominnar kynferðislegrar athygli.

  • greint frá því að til eru leiðir til að vinna úr óvelkominni kynferðislegri athygli sem kemur í gegnum internetið, farsíma eða samfélagsmiðla.

  • ræktað með sér og leikioð eftir leiðir til að gæta eigin öryggis við notkun internetsins, farsíma og samfélagsmiðla.

Kynferðislegt myndefni geta verið kynferðislega örvandi og á sama tíma getur það skapað óraunhæfar kröfur til kynferðislegrar hegðunar og líkamsímyndar.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skoðað og rætt hví kynferðislegt myndefni (klám) er svo algengt.

  • lýst því hvernig kynferðislgt myndefni geti verið skaðlegt og hvert beri að tilkynna slíkt og leita aðstoðar.

  • greint frá því að það er ólöglegt að deila myndefni af einstaklingum undir 18 ára, taka á móti slíku, kaupa eða eiga í fórum sínum slíkar myndir.

  • greint frá mikilvægi þess að þekkja lög landsins hvað varðar að deila eða eiga kynferðislegt myndefni.

  • deilt skoðunum sínum á kynferðislegu myndefni.

  • greint frá því hvernig kynferðislegt myndefni eins og klám ýti undir skaðlegar staðalímyndir kynja og kynhneigða ásamt því að draga undan alvarleika ofbeldis og að fá ekki samþykki.

  • endurspeglað með orðræðu hvernig kynferðislgt myndefni hefur haft áhrif á sjálfsmynd, sjálfsöryggi, sjálfsvitund og sjálfsímynd sína og annarra, út frá óraunhæfri birtingarmynd kynjanna og kynferðislegrar hegðunar í slíku myndefni.

bottom of page