top of page
með bakgrunn.png

Kyn, kynhneigð og kynferðisleg tjáning
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Einstaklingar fæðast með getu til að njóta eigin kynhneigðar og kynhegðunar í gegnum lífið. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi :

  • skilji að kynhneigð felur í sér líkamlega og tilfinningalega aðlöðun gagnvart öðrum.

  • geti lýst því hvernig einstaklingar upplifa ánægju í gegnum líkamlega snertingu (t.d. kossa, snertingu, gælur og kynferðislega snertingu) í gegnum allt lífið.

  • átti sig á að kynhneigð er heilbrigður hluti af því að vera manneskja.

  • geti greint frá því að mismunun á grundvelli kynhneigðar er slæm og meiðandi og getur haft neikvæð áhrif á þá einstaklinga sem verða fyrir henni.

  • geti rætt við aðra og sýnt skilning á mismunandi kynferðislegum tilfinningum og talað um kynhneigð á viðeigandi máta.

Það er eðlilegt að vera forvitin/nn/ið um kynhneigð og mikilvægt að geta spurt fullorðinn einstakling, sem maður treystir, spurningar er varða efnið. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • geti greint frá því að það er eðlilegt að vera forvitinn og hafa spurningar um kynhneigðir.

  • geti nefnt fullorðinn einstakling sem hann treystir og nefnt dæmi um hvernig hægt sé að fara að því að spyrja um kynhneigð.

bottom of page