top of page
Kynjaviðhorf.png

Samfélagslegt kyn og kynjaviðhorf
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Kynjahlutverk og samfélagsleg viðhorf til kynjanna getur haft áhrif á líf fólks.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • borið kennsl á hvernig samfélagsleg viðhorf gagnvart kynjunum geta mótað eigin sjálfsmynd, löngun og hegðun einstaklinga.

  • skoðað hvernig staðalímyndir kynjanna geti verið skaðlegir og haft neikvæð áhrif á ákvarðanir og hegðun einstaklinga.

  • áttað sig á að hugmyndir manna um kyn, kynvitund og kynhneigð eru samfélagslega skapaðar hugmyndir.

  • gert grein fyrir því að hlutverk kynjanna og væntingar til kynjanna geta tekið breytingum.

  • beitt aðgerðum til að vinna að jákvæðari kynjahlutverkum og viðhorfum til þeirra, innan heimilis, skóla og samfélagsins.

Rómantísk sambönd geta orðið fyrir neikvæðum áhrifum af kynjahlutverkum og staðalímyndum kynjanna.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skoðað og greint hvaða áhrif kynjahlutverk og staðalímyndir kynjanna geta haft á rómantísk sambönd (bæði hvað varðar karmennsku og kvenleika).

  • komið með dæmi þess hvernig ofbeldi innan sambanda getur tengst sterklega kynjahlutverkum og staðalímyndum kynjanna.

  • greint frá þeim skaðlegu áhrifum sem kynjahlutverk og staðalímyndir geta haft á sambönd.

  • dregið í efa þau kynjahlutverk og þær staðalímyndir kynjanna sem birtast í samböndum.

bottom of page