top of page
Skuldbinding.png

Skuldbinding og foreldrahlutverkið
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Langtíma samböndum og hjónaböndum fylgja margvísleg hlutverk og skyldur.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • dregið saman megin ábyrgðarhlutverk (skyldur) sem felast í langtíma samböndum eða hjónaböndum.

  • greint frá mikilvægi ástar, umburðarlyndis, jafnræðis og virðingar í samböndum og hjónaböndum.

Einstaklingar geta orðið foreldrar á margvíslega vegu og foreldrahlutverkinu fylgir margþætt ábyrgðarhlutverk.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sagt frá því hvað felist í foreldrahlutverkinu

  • borið saman þær leiðir sem geta orðið til þess að einstaklingur verði foreldri (t.d. plönuð og óplönuð þungun, ættleiðing, taka barn í fóstur, staðgöngumæðrun, glasafrjóvgun).

  • greint frá mikilvægi þess að allir einstaklingar eigi að geta ákveðið sjálfir hvort þeir vilji verða foreldri (óhað fötlun, heilsu (t.d. með HIV), fjárhagsstöðu o.fl.).

  • sagt frá ýmsum ástæðum þess að einstaklingar vilja ekki verða foreldrar.

Börn hafa margvíslegar þarfir sem foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á að uppfylla

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst þeim líkamlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu og heilsufarslegu þörfum sem barnið hefur ásamt menntun, sem foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á.

  • lýst því hvernig heilsa og vellíðan barnsins geti orðið fyrir áhrifum af erfiðleikum í sambandi foreldranna.

  • sýnt skilning á mikilvægi heilbrigðs sambands milli foreldra.

  • rökrætt eigin líkamlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu og menntunarlegu þarfir frá foreldrum/forráðamönnum sínum.

Barnagiftingar (CEFM : Child, early and forced marriages) og óplanaðar þunganir geta leitt til neikvæðra félagslegra og heilsufarslegra afleiðinga.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst þeim samfélagslegu og heilsufarslegu afleiðingum sem hljótast af barnagiftingum (CEFM) og óplanaðra þungana.

  • borið kennst á þau skaðlegu áhrif sem hljótast af CEFM og óplanaðra þungana.

  • sagt til um hvert megi leita ef þungun á sér stað án ásetnings.

Kennsluhugmyndir.png
bottom of page