top of page
Skuldbinding.png

Skuldbinding og foreldrahlutverkið
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Skuldbindingar geta verið margvíslegar.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sagt frá því hvað felist í að standa við orðin sín.

  • greint frá margvíslegum skuldbindingum og hver er munurinn þar á milli (t.d. loforð, "litla putta" loforð, segjast gera eitthvað og standa við það, trúlofun tveggja einstaklinga eða hjónaband).

  • sagt frá því hvað má vera leyndarmál og hvenær er betra að segja frá.

Það eru til margs kyns fjölskyldumynstur og skilningur á giftingu.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst hvað felist í hugtökunum "fjölskylda" og "hjónaband".

  • sagt frá því að fólk sjái hjónaband á mismunandi hátt, t.d. að geta valið sjálfur eigin maka út frá ást og að sum hjónaband eru skipulögð af öðrum.

  • sagt frá því að sum hjónaband enda með skilnaði eða annar aðilinn falli frá.

  • greint frá því að sama hvernig samsetning fjölskyldunnar er og hvers kyns hjónaband sé til staðar, þá skipta þau öll máli og hafa sín gildi.

bottom of page