top of page
Ákvarðanatökur.png

Ákvarðanatökur
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Ákvarðanataka er hæfni sem hægt er að læra og æfa sig í. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst meginþrepunum sem farin eru í ákvarðanatökum.

  • gert grein fyrir því að það er hæfni að kunna að taka ákvarðanir og hægt er að æfa sig í því.

  • nýtt meginþrep í ákvarðatökum til að takast á við vandamál.

  • nefnt einhvern fullorðinn sem hann treystir og gæti aðstoðað hann í að taka ákvarðanir.

Það er margt sem getur haft áhrif á okkar eigin ákvarðanir, þar á meðal fjölskylda, menning, staðalímyndir, jafningjar, áhrifavaldar og hinir ýmsu miðlar.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því hvaða þættir geta haft áhrif á þær ákvarðanir sem nemandinn tekur.

  • rætt á gagnrýninn hátt hvernig eigin ákvarðanir hafa orðið fyrir áhrifum af utanaðkomandi þáttum.

  • lýst eigin upplifun á þeirri staðreynd að ákvarðanir hans verða fyrir áhrifum úr margvíslegum áttum (sbr. meginviðmiðið).

bottom of page