top of page
Venjur á jafningja.png

Venjur og áhrif jafningja á kynhegðun
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Ákvarðanir í kynlífi og kynhegðun einstaklings getur haft afleiðingar fyrir einstaklinginn sjálfan og aðra, þar á meðal félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • geti greint þær jákvæðu og neikvæðu afleiðingar sem ákvarðanir í kynlífi geta haft fyrir hann sjálfan og aðra.

  • lýst leiðum til að taka upplýsta ákvörðun í kynlífi, ákvarðanir sem gætu haft áhrif á kynheilbrigði einstaklings.

  • borið kennsl á þær áhættur sem geta skapast fyrir einstakling í tengslum við kynhegðun og ákvarðanir í kynlífi.

Það eru vissir þættir sem geta gert einstaklingi erfitt fyrir þegar ákvarðanir eru teknar í tengslum við kynlíf og kynhegðun. 

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • borið kennsl á þær margvíslegu tilfinningar sem geta haft áhrif á ákvarðanir.

  • lýst því hvernig áfengi og aðrir vímugjafar geta haft áhrif á ákvarðanir einstaklings og kynhegðun hans.

  • útskýrt hvernig fátækt, ójöfnuður (t.d. kynja og kynhneigðar) og ofbeldi geta haft áhrif á ákvarðanatökur og kynhegðun.

  • sýnt skilning á því að margir þættir hafa áhrif á ákvarðanir einstaklinga í kynlífi og kynhegðun þeirra, þættir sem maður hefur stjórn á og sömuleiðis þeir þættir sem maður hefur ekki stjórn á.

  • lýst leiðum sem hægt er að fara til að meta og hafa stjórn á tilfinningum sem geta haft áhrif á ákvarðanir í kynlífi og eigin kynhegðun.

Ákvarðanir í kynlífi og í tengslum við kynhegðun geta haft mögulegar lagalegar afleiðingar.​

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá þeim lögum sem snúa að því hvað ungmenni mega og mega ekki gera í tengslum við kynlíf og kynhegðun (t.d. lögaldur í tengslum við samræði, aðgangur að læknisþjónustu og getnaðarvörnum).

  • rætt og lýst mikilvægi þess að þekkja eigin réttindi þegar teknar eru ákvarðanir í tengslum við kynhegðun og kynlíf.

bottom of page