top of page
Venjur á jafningja.png

Venjur og áhrif jafningja á kynhegðun
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Jafningjar og vinir geta haft áhrif á ákvarðanir og hegðun í tengslum við kynhegðun.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst jákvæðum og neikvæðum áhrifum sem jafningjar og vinir geta haft á ákvarðanir okkar í tengslum við kynhegðun og kynheilbrigði.

  • greint frá því að vinir og jafningjar geta haft áhrif á hegðun og ákvarðanir einstaklinga í tengslum við kynþroska, kynvitund og kyntjáningu.

  • horft með gagnrýnum augum á þau áhrif sem vinir og jafningjar hafa á hann sjálfan.

Það eru leiðir sem hægt er að fara til að standast neikvæðan hópþrýsting og til að stuðla að jákvæðum jafningjaáhrifum í tengslum við kynhegðun.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst mismunandi leiðum til að sporna gegn neikvæðum áhrifum frá vinum og jafningjum ásamt því hvernig megi stuðla að jákvæðum áhrifum í tengslum við kynhegðun.

  • gert grein fyrir mikilvægi þess að vinna gegn neikvæðum jafningjaáhrifum í tengslum við unglingsárin og kynhegðun.

  • leikið eftir/sagt frá leiðum sem hægt er að fara til að neita að gera eitthvað sem nemandi vill ekki gera.

  • leikið eftir/sagt frá leiðum sem hægt er að fara til að samþykkja og ýta undir jákvæð áhrif jafningja.

bottom of page