top of page
Samskipti.png

Samskipti, synjun og samningafærni
Markmiðin á bak við lykilmarkmiðin

Samskipti eru mikilvægur þáttur í öllum samböndum, einnig á milli foreldra/forráðamanna og barna, og milli vina og annarra.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint á milli mismunandi birtingarmynda á samskiptum (t.d. samtöl, svipbrigði, látbragð o.fl.).

  • greint á milli heilbrigðra og óheilbrigðra samskipta.

  • greint frá kostum þess að eiga í heilbrigðum samskiptum (t.d. milli vina, við foreldra/kennara/fullorðna, milli fullorðinna einstaklinga).

  • rætt um að skýrt "já" og "nei" geti verndað eigið persónulegt rými rétt til einkalífs ásamt því að styðja við byggingu heilbrigðra og jákvæðra samskipta.

  • áttað sig á að fólk hefur ávallt rétt á að tjá sig.

  • sýnt fram á leiðir í samskiptum (bæði með orðum og án orða) til að segja bæði "já" og "nei".

Kynhlutverk geta haft áhrif á samskipti einstaklinga.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst dæmum um kynhlutverk.

  • áttað sig á að kynhlutverk geti haft áhrif á samskipti milli einstaklinga.

bottom of page